„Stórmál fyrir lausn á höftunum“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ánægður með að Glitnir hafi afhent ríkinu allt stöðugleikaframlag ríkisins. Þar með er Íslandsbanki kominn að fullu í eigu ríkisins. 

„Það er ánægjulegt að sjá hversu vel þetta hefur gengið. Það eru feikilega mikil tíðindi fólgin bæði í uppgjöri föllnu bankanna en ekki síður í stöðugleikaframlaginu,“ segir Bjarni.

Frétt mbl.is: Íslandsbanki í ríkiseigu

„Það er stórmál fyrir lausn á gjaldeyrishöftunum en ekki síður fyrir ríkissjóð að þessi mál séu að skýrast.“

Um næstu skref segir Bjarni: „Það er mikilvægt að við ljúkum umgjörðinni fyrir utanumhald um þessar eignir. Það liggur fyrir þinginu frumvarp þess efnis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK