„Stórmál fyrir lausn á höftunum“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ánægður með að Glitnir hafi afhent ríkinu allt stöðugleikaframlag ríkisins. Þar með er Íslandsbanki kominn að fullu í eigu ríkisins. 

„Það er ánægjulegt að sjá hversu vel þetta hefur gengið. Það eru feikilega mikil tíðindi fólgin bæði í uppgjöri föllnu bankanna en ekki síður í stöðugleikaframlaginu,“ segir Bjarni.

Frétt mbl.is: Íslandsbanki í ríkiseigu

„Það er stórmál fyrir lausn á gjaldeyrishöftunum en ekki síður fyrir ríkissjóð að þessi mál séu að skýrast.“

Um næstu skref segir Bjarni: „Það er mikilvægt að við ljúkum umgjörðinni fyrir utanumhald um þessar eignir. Það liggur fyrir þinginu frumvarp þess efnis.“

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir