„Hagnast sem mest á kostnað neytenda“

mbl.is/Kristinn

Samráð olíufélaganna fól í sér að beita ólögmætum aðferðum til að hagnast sem mest á kostnað neytenda og allra þeirra fyrirtækja sem nýttu olíuvörur í rekstri sínum á brotatímabilinu. 

Þetta segir Samkeppniseftirlitið í tilkynningu sem hefur verið send á fjölmiðla vegna dóms Hæstaréttar sem staðfesti í dag að olíufélögin Skeljungur, Olís og Ker hefðu gerst sekm um langvarandi brot á samkeppnislögum.

Það bendir á, að brot félaganna séu umfangsmestu samráðsbrot sem upprætt hafi verið hér á landi til þessa. Stóð skipulögð brotastarfsemi olíufélaganna óslitið frá a.m.k. árinu 1993 til ársloka 2001 og er í ákvörðun samkeppnisráðs gerð grein fyrir um 500 samráðstilvikum.

„Í dómunum (og í úrskurði áfrýjunarnefndar og ákvörðun samkeppnisráðs) er gerð grein fyrir miklum ólögmætum ávinningi olíufélaganna af þessum brotum og rökstutt að þau hafi verið til þess fallin af valda verulegum skaða í samfélaginu. Eftir að niðurstaða samkeppnisyfirvalda lá fyrir á árinu 2005 höfðuðu ýmsir viðskiptavinir olíufélaganna skaðabótamál vegna þess tjóns sem samráð olíufélaganna olli þeim. Með dómum Hæstaréttar á sínum tíma voru m.a. Vestmannaeyjabæ, Reykjavíkurborg og Strætó bs. dæmdar bætur. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að olíufélögin hafi greitt m.a. Stoðum (vegna Flugleiða), AlcanRioTinto og 100 einstaklingum (sem Neytendasamtökin önnuðust fyrirsvar fyrir) skaðabætur vegna samráðsins,“ segir Samkeppniseftirlitið. 

Nánar á vef Samkeppniseftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK