42 milljóna tekjur hjá Hótel Adam

Hótel Adam er við Skólavörðustíg 42.
Hótel Adam er við Skólavörðustíg 42. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg hefur ekki skilað ársreikningi vegna síðasta árs. Á árinu 2014 nam hagnaðurinn hins vegar 1,6 milljónum króna samanborið við 383 þúsund krónur árið áður.

Félagið heitir R. Guðmundsson og er í eigu Ragnars Guðmundssonar, hótelstjóra. Í ársreikningi félagsins kemur fram að tekjur af útleigu húsnæðis og af veitingasölu hafi verið rúmar 42 milljónir króna árið 2014. Þær jukust nokkuð milli ára þar sem tekjurnar námu 34 milljónum króna árið 2013.

Tekjurnar eru ekki sundurliðaðar neitt frekar.

Stærsti útgjaldaliðurinn voru hins vegar fjármagnsgjöld sem námu alls 18,6 milljónum króna. 

Eigið fé félagsins er neikvætt um tæpar 46 milljónir króna.

R. Guðmundsson ehf. á eitt dótturfélag sem nefnist Gistiheimilið Svanurinn ehf. en það á eina fasteign að Lokastíg. Samkvæmt ársreikningi dótturfélagsins komu engar leigutekjur til á árinu 2014 og 670 þúsund króna tap var af rekstrinum.

Líkt og komið hefur fram eru Neytendastofa og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur með hótelið til skoðunar eftir að fréttir bárust af því að hótelið væri að vara gesti við því að drekka úr krananum og hvetja þá til þess að kaupa frekar flöskuvatn sérmerkt hótelinu.

Frétt mbl.is: Þurfa leyfi fyrir sölu á flöskuvatni

Frétt mbl.is: Fær fall­ein­kunn frá gest­um

Fréttmbl.is: „Drekkið ekki úr kran­an­um“

Gestir eru hvattir til þess að drekka ekki úr krananum.
Gestir eru hvattir til þess að drekka ekki úr krananum. Mynd af Facebook

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir