Brúin við Smáralind fær lýsingarverðlaun

Lýsingin í brúnni við Fífuhvammsveg var verðlaunuð um helgina.
Lýsingin í brúnni við Fífuhvammsveg var verðlaunuð um helgina. Mynd/Jóhann Ólafsson & Co

Skrautlýsing á brúnni við Fífuhvammsveg í Kópavogi hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin árið 2015.

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, afhenti verðlaunin við athöfn í Perlunni um helgina í tengslum við Alþjóðlegt ár ljóssins og Vetrarhátíð.

Hönnun verksins, „Skrautlýsing brúar við Fífuhvammsveg“, var í höndum Þórdísar Rósu Harðardóttur, lýsingarhönnuðar, og sérfræðinga frá Jóhanni Ólafssyni & Co., verkfræðistofunni Eflu, Rafgeisla og Flúrlömpum.

Lýsingabúnaðurinn í brúarmannvirkinu er frá OSRAM. Kópavogsbær setti saman hönnunarteymið til vinna að því að lýsa undir brúarmannvirkið að degi og skapa fallega ásýnd að kvöldi. 

Í tilkynningu segir að lýsingin hafi ekki mátt ekki draga úr umferðaröryggi en jafnframt var talið mikilvægt að lífga upp ásýndina, þar sem brúin sé mikilvæg tenging við verslunarkjarnann við Smáralind.

Uppsetningin á sjálfum ljósabúnaðinum var flókin og því er mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Hönnunarteymið greindi vel fyrirliggjandi aðstæður og lagði mikla áherslu á að hægt væri að breyta lýsingunni á einfaldan hátt,“ er haft eftir Stefáni Agnari Hjörleifssyni, sérfræðingi hjá Jóhanni Ólafssyni & Co, í tilkynningu.

Lýsingin var erfið í uppsetningu segir sérfræðingur.
Lýsingin var erfið í uppsetningu segir sérfræðingur. Mynd/Jóhann Ólafsson & Co
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK