Kranavatnið hjá Adam í góðu lagi

Hótel Adam hefur verið í kastljósinu á liðnum dögum.
Hótel Adam hefur verið í kastljósinu á liðnum dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kranavatnið er í góðu lagi á Hótel Adam við Skólavörðustíg samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Fréttavefur Rúv greinir frá þessu en líkt og fram hefur komið var gestum ráðlagt að kaupa frekar vatn í sérmerktum flöskum á fjögur hundruð krónur í stað þess að drekka úr krananum.

Niðurstöður um gæði brúsavatnsins liggja hins vegar ekki fyrir en á flöskunni segir ekki hvar vatninu er tappað á þær. Slíkar merkingar eiga hins vegar samkvæmt lögum að koma fram á umbúðum. 

Líkt og kom fram í gær þarf lögregla að innsigla ellefu herbergi á Hótel Adam þar sem eigandinn er að leigja út tuttugu herbergi en er hins vegar aðeins með leyfi fyrir níu talsins.

Neytendastofa, heilbrigðiseftirlitið og lögregla hafa skoðað reksturinn á liðnum dögum.

Gestum var ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krananum.
Gestum var ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krananum. Mynd af Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK