FO húfan nánast uppseld

FO húfan hefur rokið út.
FO húfan hefur rokið út. Mynd/UN Women

Fokk ofbeldi húfan sem lenti í verslunum fyrir helgi er nánast uppseld. Alls voru tvö þúsund stykki framleidd og að sögn Mörtu Goðadóttur, kynningarstýru UN Women, eru síðustu eintökin farin frá samtökunum og í verslanir. UN Women á Íslandi í samstarfi við Trix vöruþróun hannaði húfuna.

„Lagerinn er kominn frá okkur og hún er bara að seljast upp,“ segir Marta.

Hver húfa kostaði 3.900 krónur og miðað við 2.000 stykki má ætla að ágóðinn nemi um 7,8 milljónum króna. Marta segir viðtökurnar hafa verið vonum framar og aðspurð hvers vegna fleiri húfur hafi ekki verið framleiddar segir hún öruggu leiðina hafa verið farna til þess að samtökin myndu ekki sitja eftir með of stóran lager. 

„Húfan trendaði og það er ótrúlega gaman að sjá hversu fljótir allir voru að taka við sér,“ segir Marta. 

Aftur að ári

Ekki stendur til að framleiða fleiri húfur en næsta herferð í tengslum við Fokk ofbeldi verður haldin að ári. „Það verður spennandi að sjá hvað kemur upp úr kössunum þá,“ segir Marta en á síðasta ári var Fokk ofbeldi armbandið selt með góðum árangri.

UN Women vinnur á landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu þar sem svæðisskrifstofa samtakanna í Mið-Asíu og Evrópu starfar undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ágóðinn af sölunni rennur þangað.

Útvega konum vernd og örugg athvörf

Húfunni er ætlað er að vekja fólk til vitundar um konur á flótta en þær hafa ekki verið fleiri frá því við lok seinni heimstyrjaldar.

UN Women hefur verið að bregðast við neyðinni á landamærastöðvum Evrópu með því að útvega konum vernd og örugg athvörf; koma upp aðskildum salernum og sturtuaðstöðu fyrir konur og karlmenn, setja upp kynjaskipta svefnskála, veita starfsfólki á landamærunum þjálfun í þekkja einkenni mansals og hvernig bregðast eigi við auk þess að veita þolendum kynbundins ofbeldis áfallahjálp.

Armbandið var selt í fyrra.
Armbandið var selt í fyrra. Mynd/UN Women
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK