Nike sparkar Pacquiao

Pacquiao kom fram í auglýsingum Nike. Hann gerir það ekki …
Pacquiao kom fram í auglýsingum Nike. Hann gerir það ekki framar.

Íþróttarisinn Nike hefur sparkað hnefaleikamanninum Manny Pacquiao vegna athugasemda hans um samkynhneigða. Pacquiao hefur verið samningsbundinn Nike um árabil en fyrir stuttu lét hann hafa eftir sér að „samkynhneigðir væru verri en dýr.“

Í tilkynningu frá Nike segir að athugasemdin sé andstyggileg og ítrekar fyrirtækið að það sé mótfallið mismunun af öllu tagi. Þá er vísað til þess að Nike hafi lengi stutt opinberlega réttindi LGBT-fólks.

Pacquiao stefnir á að komast inn á filippínska þingið og lét orðin falla í kosningabaráttunni. Þar sagði hann. „Sérðu einhver dýr þar sem karlkyn er með karlkyni og kvenkyn er með kvenkyni. Dýrin eru betri. Þau kunna að gera greinarmun á karlkyni og kvenkyni. Ef við samþykkjum karl með karli og konu með konu er maðurinn verri en dýrin.“ Þetta sagði Pacquiao í viðtali hjá filippínsku sjónvarpsstöðinni TV5.

Líkt og áður segir hefur Nike lengi stutt réttindi samkynhneigðra og er herferðin BeTrue m.a. hluti þess en þar má sjá vörur með merki fyrirtækisins í regnbogalitunum.

BeTrue línan er í regnbogalitunum.
BeTrue línan er í regnbogalitunum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK