Íslenska Netflix aðeins 17% af bandaríska

Frá íslenska Netflix.
Frá íslenska Netflix. Skjáskot

Úrvalið á íslensku útgáfu Netflix er aðeins um sautján prósent af úrvalinu í bandarísku útgáfunni. Á Íslandi eru alls 957 titlar í boði en í Bandaríkjunum eru þeir 5.750.

Þetta kemur fram í lista sem Extreamist tók saman. Þar situr Ísland í 106. sæti, á milli Kyrgyzstan og Papúa Nýju-Gíneu. Bandaríkin eru eins og við mátti búast í 1. sæti. Úrvalið á hinum Norðurlöndunum virðist nokkuð betra, en Danmörk situr t.d. í 52. sæti með 2.140 titla, Noregur í 53. sæti með 2.124 titla, Svíþjóð í 54. sæti með 2.120 titla og Finnland í 55. sæti með 2.096 titla. Lélegasta úrvalið er hins vegar í Marokkó þar sem einungis 157 titlar eru í boði.

Á Íslandi eru í boði 180 þáttaraðir og 777 kvikmyndir.

Í nýrri skoðanakönnun MMR kom fram að um þriðjung­ur ís­lenskra heim­ila eru með áskrift að Net­flix, eða 33,2%. 

Hliðstæð skoðana­könn­un var gerð af MMR fyr­ir Viðskipta­blaðið fyr­ir tveim­ur árum í fe­brú­ar 2014. Þar kom fram að 16,7% höfðu aðgang að Net­flix á heim­ili sínu. Þá var hins veg­ar aðeins hægt að nálg­ast slíka áskrift eft­ir króka­leiðum, til að mynda með því að skrá hana í gegn­um banda­ríska eða breska ip-tölu.

Í byrj­un þessa árs var hins veg­ar opnað fyr­ir áskrift fyr­ir ís­lensk­ar ip-töl­ur. Áskrift­ir að Net­flix hér á landi hafa þannig tvö­fald­ast á tveim­ur árum. Hvernig skipt­ing­in er í dag á milli ís­lensku út­gáf­unn­ar og er­lendra út­gáfa þjón­ust­unn­ar ligg­ur ekki fyr­ir.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK