Fjölgaði mest til Íslands

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Alls flutti Icelandair 181 þúsund farþega í millilandaflugi í febrúar en það er 26 prósent aukning milli ára. Framboðsaukning milli ára í nam 23 prósentum.

Sætanýting var 79 prósent jókst um 1,6 prósentustig en nýtingin hefur aldrei verið hærri í febrúar. Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum en mest var aukningin á ferðamannamarkaðinum til Íslands eða 31 prósent.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru um 22 þúsund í febrúar sem er aukning um átta prósent. Framboð í febrúar jókst um fjögur prósent og sætanýting nam 77,4 prósentum og jókst um 2,9 prósentustig.

Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 15 prósent. Fraktflutningar jukust um 14 prósent frá því á síðasta ári.

Seldum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 16 prósent og var herbergjanýting 84 prósent samanborið við 79,9 prósent árið áður.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir