Fjölgaði mest til Íslands

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Alls flutti Icelandair 181 þúsund farþega í millilandaflugi í febrúar en það er 26 prósent aukning milli ára. Framboðsaukning milli ára í nam 23 prósentum.

Sætanýting var 79 prósent jókst um 1,6 prósentustig en nýtingin hefur aldrei verið hærri í febrúar. Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum en mest var aukningin á ferðamannamarkaðinum til Íslands eða 31 prósent.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru um 22 þúsund í febrúar sem er aukning um átta prósent. Framboð í febrúar jókst um fjögur prósent og sætanýting nam 77,4 prósentum og jókst um 2,9 prósentustig.

Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 15 prósent. Fraktflutningar jukust um 14 prósent frá því á síðasta ári.

Seldum gistinóttum á hótelum félagsins fjölgaði um 16 prósent og var herbergjanýting 84 prósent samanborið við 79,9 prósent árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK