Ölgerðin komin í söluferli

Ölgerðin Egill Skallagrímsson er að Grjóthálsi.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er að Grjóthálsi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Eigendur Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hafa óskað eftir tilboðum í fyrirtækið frá innlendum og erlendum fjárfestum.

Það þýðir að áform um skráningu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands verða lögð til hliðar á meðan eigendur kanna nú sölu á fyrirtækinu í beinni sölu til fjárfesta, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Eftir að greint var frá því í haust að núverandi eigendur stefndu að skráningu Ölgerðarinnar í Kauphöll Íslands mun hafa komið í ljós mikill áhugi fjárfesta á beinum kaupum á félaginu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Núverandi eigendur hafa því ákveðið að fylgja þeim áhuga eftir og er formlegt söluferli fyrirtækisins að fara af stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK