Aur með posa fyrir atvinnurekstur

Allir sem eru í atvinnurekstri með kennitölu skráða hjá RSK …
Allir sem eru í atvinnurekstri með kennitölu skráða hjá RSK geta sótt Aur Posa.

Aur hefur sett á markað nýjung í greiðslumiðlun á Íslandi. Posa í farsíma og spjaldtölvur fyrir einstaklinga og fyrirtæki í atvinnurekstri. Fram til þessa hefur Aur appið fyrst og fremst verið notað á milli einstaklinga til að borga, rukka eða skipta kostnaði en nú verður einnig hægt að greiða fyrir vöru og þjónustu með appinu.

Í tilkynningu segir að Aur hafi fengið gríðarlegan fjölda fyrirspurna frá aðilum sem hafa viljað taka við greiðslum fyrir vörur og þjónustu í gegnum Aur appið.

Taka 2,75% þóknun

Þeir rekstraraðilar sem nýta sér Aur Posa borga ekkert mánaðargjald og engin færslugjöld. Aur Posi tekur 2,75% þóknun og eru greiðslur gerðar upp næsta virka dag.

Í tilkynningu er haft eftir Helga Pjetur Jóhannssyni, vefhönnuði hjá Stokki, að í dag séu hátt í 20.000 notendur með Aur appið og því hafi verið gríðarlega vel tekið. Hann segir sífellt fleiri fyrirspurnir berast frá aðilum sem vilja taka við greiðslum í gegnum appið t.d. frá iðnaðarmönnum, íþróttafélögum, góðgerðarfélögum, sendibílstjórum, fata- og matarmörkuðum, Kolaportinu og svo mætti lengi telja. 

Einstaklingar og fyrirtæki í atvinnurekstri hafa fram til þessa þurft að leigja posa og greiða fyrir það stofngjald og mánaðargjald. Með Aur posa er hins vegar hægt að sækja appið í símann og rukka og taka við greiðslu. Allir sem eru í atvinnurekstri með kennitölu skráða hjá RSK geta sótt Aur Posa.

Fréttmbl.is: Samkeppnin heldur öllum á tánum

Helgi Pjetur Jóhannsson, vefhönnuður hjá Stokki.
Helgi Pjetur Jóhannsson, vefhönnuður hjá Stokki.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK