Aur með posa fyrir atvinnurekstur

Allir sem eru í atvinnurekstri með kennitölu skráða hjá RSK …
Allir sem eru í atvinnurekstri með kennitölu skráða hjá RSK geta sótt Aur Posa.

Aur hefur sett á markað nýjung í greiðslumiðlun á Íslandi. Posa í farsíma og spjaldtölvur fyrir einstaklinga og fyrirtæki í atvinnurekstri. Fram til þessa hefur Aur appið fyrst og fremst verið notað á milli einstaklinga til að borga, rukka eða skipta kostnaði en nú verður einnig hægt að greiða fyrir vöru og þjónustu með appinu.

Í tilkynningu segir að Aur hafi fengið gríðarlegan fjölda fyrirspurna frá aðilum sem hafa viljað taka við greiðslum fyrir vörur og þjónustu í gegnum Aur appið.

Taka 2,75% þóknun

Þeir rekstraraðilar sem nýta sér Aur Posa borga ekkert mánaðargjald og engin færslugjöld. Aur Posi tekur 2,75% þóknun og eru greiðslur gerðar upp næsta virka dag.

Í tilkynningu er haft eftir Helga Pjetur Jóhannssyni, vefhönnuði hjá Stokki, að í dag séu hátt í 20.000 notendur með Aur appið og því hafi verið gríðarlega vel tekið. Hann segir sífellt fleiri fyrirspurnir berast frá aðilum sem vilja taka við greiðslum í gegnum appið t.d. frá iðnaðarmönnum, íþróttafélögum, góðgerðarfélögum, sendibílstjórum, fata- og matarmörkuðum, Kolaportinu og svo mætti lengi telja. 

Einstaklingar og fyrirtæki í atvinnurekstri hafa fram til þessa þurft að leigja posa og greiða fyrir það stofngjald og mánaðargjald. Með Aur posa er hins vegar hægt að sækja appið í símann og rukka og taka við greiðslu. Allir sem eru í atvinnurekstri með kennitölu skráða hjá RSK geta sótt Aur Posa.

Fréttmbl.is: Samkeppnin heldur öllum á tánum

Helgi Pjetur Jóhannsson, vefhönnuður hjá Stokki.
Helgi Pjetur Jóhannsson, vefhönnuður hjá Stokki.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK