Nýtt nám í haftengdri nýsköpun

Námsbrautin er í Vestmannaeyjum.
Námsbrautin er í Vestmannaeyjum. Ljósmynd Skúli Már Gunnarsson

Háskólinn í Reykjavík hefur opnað fyrir umsóknir í háskólanám í haftengdri nýsköpun sem hefst næsta haust. Námsbrautin er staðsett í Vestmannaeyjum og námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Námið er þrjár annir og veitir diplómagráðu í haftengdri nýsköpun en útskrifaðir nemendur munu einnig geta nýtt einingar í áframhaldandi nám við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri.

„Sjávarútvegur er einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar og það skiptir mjög miklu máli að við náum að hámarka þau verðmæti sem sjávarútvegurinn skapar. Leiðin til þess er að efla nýsköpun og menntun á sviði sjávarútvegs og við erum mjög ánægð með að geta nú, í samstarfi við Háskólann á Akureyri og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, boðið upp á þetta nám í Vestmannaeyjum,“ er haft eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningu. 

Meðal námskeiða sem kennd verða á námsbrautinni eru nýsköpun og stofnun fyrirtækja, markaðsfræði, rekstrarstjórnun, alþjóðaviðskipti , upplýsingatækni og veiðitækni. Kennarar eru frá viðskiptadeild HR, auðlindadeild HA og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Nemendur munu vinna styttri og lengri verkefni sem snúa meðal annars að vinnslutækni, skráningu, ferlum og markaðsmálum. Þeir kynnast þannig virðiskeðjunni sem hefst við veiðar og lýkur á borði neytenda út um allan heim.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK