Nýir „Back to the future“ skór

Forstjóri Nike, Mark Parker, kynnir nýja reima-kerfið í dag í …
Forstjóri Nike, Mark Parker, kynnir nýja reima-kerfið í dag í New York. AFP

Íþróttavörurisinn Nike afhjúpaði í dag nýja línu af skóm sem eru sjálfreimandi. Áætlað er að skórnir komi á markað í lok þessa árs, en skórnir hafa fengið heitið HyperAdapt 1.0. 

Skynjarar í hælnum munu virkja kerfi í skónum sem sér um að reima þá þegar fæti er stungið í skóinn. Þá verða tveir takkar á skónum sem geta losað um eða hert á reimunum. Nike kallar þetta nýja kerfi „aðlögunar reimar.“ 

Í fyrra gaf Nike út skó í takmörkuðu magni sem voru með reimar sem kölluðust „kraft reimar.“ Þá aðlöguðu reimarnar sig að hreyfingu þess sem var í skónum. Voru þeir sagðir undir áhrifum frá kvikmyndinni Aftur til framtíðar II (Back to the future II), en hún átti einmitt að gerast árið 2015. Var þar meðal annars sýnt að skór „framtíðarinnar“ væru sjálfreimandi. Nú er greinilegt að Nike ætlar sér að fara lengra með þessa hönnun og gera skóna aðgengilega fyrir fleiri kaupendur.

Fyrst um sinn verður þó aðeins hægt að kaupa skóna í gegnum uppboð, en allur ágóði af sölunni fer í sérstakan sjóð sem aðalleikari Aftur til framtíðar, Michael J. Fox, kom á laggirnar. Er hann ætlaður til að styrkja rannsóknir á Parkinson sjúkdómnum, sem Fox glímir sjálfur við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK