Greiði 66°Norður 185 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Molden Enterprises Limited þarf að greiða Sjóklæðagerðinni hf., eða 66°NORÐUR, rúmlega 185 milljónir. Málið er rakið til samnings sem félagið SF II slhf. og Molden Enterprises Limited, sem þá hét Egus Inc., gerðu í júní árið 2011 en þar keypti fyrrnefnda félagið 51% hlutafjár í Sjóklæðagerðinni hf.

Í samningnum var ákvæði um að seljandi ábyrgðist gagnvart kaupanda að kaupréttur sem fyrrum forstjóri Sjóklæðagerðarinnar hf. átti væri fallinn úr gildi og hann ætti því ekki kröfur á hendur félaginu.

Jafnframt að kæmi til málaferla vegna þess fengi stefndi að taka til varna fyrir hönd félagsins og þá kvaðst hann mundu bæta kaupanda að fullu allan þann kostnað sem væri umfram það sem leiddi af uppgjöri ráðningarsamnings við forstjórann ef slíkur kostnaður kæmi til.

Forstjórinn fyrrverandi höfðaði mál á hendur félaginu þann 19. mars 2012 þar sem  krafist var greiðslu fjárhæðar er næmi mismun kaup- og söluverðs hluta í stefnanda á grundvelli kaup- og söluréttar samkvæmt ráðningarsamningi.

Að kröfu stefnda annaðist hann og lögmenn hans rekstur umrædds dómsmáls, í nafni stefnanda í samræmi við umrætt ákvæði samningsins. Málinu lauk með dómi Hæstaréttar Íslands 25. september 2014 í málinu nr. 84/2014, sem staðfesti héraðsdóm um að stefnandi skyldi greiða forstjóranum 109.577.514 krónur auk dráttarvaxta frá 20. apríl 2011 til greiðsludags.

Stefnandi krafði stefnda ítrekað, fyrri hluta október 2014, um greiðslu samkvæmt dómnum en stefndi hafnaði greiðsluskyldu með bréfi 9. október 2014. Því krafðist stefnandi með bréfi 1. desember 2014 greiðslu á 183.017.732 krónum auk dráttarvaxta til greiðsludags. Krafan samanstóð af höfuðstól, dæmdum málskostnaði í héraði og fyrir Hæstarétti, áföllnum dráttarvöxtum og tryggingargjaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK