Herða tök sín á VÍS

Höfuðstöðvar VÍS við Ármúla.
Höfuðstöðvar VÍS við Ármúla. mbl.is/Styrmir Kári

Mikil átök eru komin upp í hópi lykilhluthafa VÍS. Birtast þau meðal annars í því að tveir frambjóðendur til stjórnar félagsins drógu framboð sín til baka innan við sólarhring fyrir aðalfund.

Áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma að sú ætlun þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins að koma þremur mönnum í stjórn félagsins hafi orðið til þess að tvímenningarnir drógu framboð sín til baka.

Af frambjóðendunum sjö voru þrír með beinum hætti studdir af stóru lífeyrissjóðunum þremur. Þeir eru Herdís D. Fjeldsted, núverandi stjórnarformaður VÍS, en hún nýtur stuðnings Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helga Jónsdóttir, sem einnig á sæti stjórninni, nýtur stuðnings LSR og þá er ljóst að Helga Hlín Hákonardóttir nýtur stuðnings Gildis, en hún hefur ekki átt sæti í stjórn félagsins til þessa. Verði það niðurstaða stjórnarkjörs að þær Herdís, Helga og Helga Hlín nái allar kjöri, munu þrír af fimm stjórnarmönnum hafa bein tengsl við sjóðina. Bjarni Brynjólfsson, sem á sæti í stjórninni, hefur notið stuðnings sjóðanna en hann gefur ekki kost á sér áfram.

Þeir tveir frambjóðendur sem ekki njóta beins stuðnings lífeyrissjóðanna og ekki hafa dregið framboð sín til baka eru þau Guðný Hansdóttir og Jostein Sørvoll. Þau munu bæði njóta stuðnings Óskabeins, sem á 5,54% í félaginu, auk þess sem fleiri einkafjárfestar munu hafa heitið stuðningi við Guðnýju og Jostein.

Í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag kemur fram, að mikið vantraust ríkir í garð stjórnarformanns VÍS og forstjóra í kjölfar þess að stjórn félagsins neyddist til að draga arðgreiðslutillögu sína til baka.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS mbl.is/Styrmir Kári
Herdísi Dröfn Fjeldsted stjórnarformaður VÍS
Herdísi Dröfn Fjeldsted stjórnarformaður VÍS mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK