3,1% atvinnuleysi í febrúar

AFP

Atvinnuleysi mældist 3,1% í febrúar samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 194.200 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í febrúar 2016, sem jafngildir 82,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 188.300 starfandi og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit.

Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,8% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,1%. Samanburður mælinga fyrir febrúar 2015 og 2016 sýnir að það fjölgaði í vinnuaflinu um 7.300 manns, atvinnuþátttakan jókst því um 1,5 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 9.800 og hlutfallið af mannfjölda um 2,6 stig. Atvinnulausum fækkaði um sem nemur 2.500 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 1,4 stig, segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK