Opna kaffihús í Verðlistanum

Erla Wigelund hefur rekið Verðlistann í 50 ár. Húsnæðinu verður …
Erla Wigelund hefur rekið Verðlistann í 50 ár. Húsnæðinu verður breytt í kaffihús í sumar. Mynd af Facebook

Þeir Hörður Jóhannesson og Björn Hauksson hafa fest kaup á húsnæði Verðlistans við Lauganesveg og hyggjast opna þar fjölskylduvænt kaffihús í júní ásamt litlu gistihúsi á efri hæð.

Hörður greinir frá þessu í Facebook-hópnum „Hugmyndir að starfsemi í gamla Verðlistanum“ sem hefur verið vettvangur lifandi samræðna um nokkurn tíma, eða allt frá því að eigandi Verðlistans, Erla Wig­e­lund, setti húsnæðið á sölu haustið 2014. 

Síðan hætti hún hins vegar við að selja en skipti síðan aftur um skoðun.

Frétt mbl.is: Hætt við að hætta við söluna

Segir Hörður að ætlunin sé að skapa huggulega stemningu á kvöldin þar sem hægt verður að njóta veiga frá brugghúsum landsins. Þá verði þar reglulega lifandi tónlistarflutningur, bíókvöld, upplestur, matarmarkaður og margt fleira. „Við leggjum mikla áherslu á að skapa vinalega stemningu fyrir alla fjölskylduna. Einnig verður hugað að aðstöðu fyrir hjólafólk og íþróttafólk,“ segir Hörður.

Hann segir ætlunina að vera að sýna hverfinu og sögu þess mikla virðingu í hönnun og starfsemi. Matur á almennt að vera í hollari kantinum með áhersla á hreinleika, umhverfisvernd og norræna framleiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK