SAS með daglegt flug til Kaupmannahafnar

AFP

SAS mun frá og með deginum í dag fljúga daglega frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og bætist þar með í hóp Icelandair og Wow air sem fljúga daglega til Kaupmannahafnar.

Um 437 þúsund farþegar nýttu sér áætlunarferðir milli Keflavíkurflugvallar og Kaupmannahafnar í fyrra og fjölgaði þeim um sex af hundraði frá árinu á undan. Vélar Icelandair fljúga allt að fimm sinnum á dag til dönsku höfuðborgarinnar og Wow býður upp á eina til tvær ferðir. Framboð á flugi héðan til Kaupmannahafnar er meira en til annarra borga að Lundúnum undanskildum og hefur flugleiðin staðið undir um tíund af öllum ferðum íslensku félaganna tveggja samkvæmt talningum Túrista. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK