Mótmæli skila lækkun iðgjalda

Könnun sem hófst á vegum FÍB í gær sýnir að nú þegar hafi þriðjungur viðskiptavina tryggingafélaganna fengið iðgjöld sín lækkuð í framhaldi af kröftugum mótmælum við arðgreiðsluáform félaganna.  

Alls 41% þátttakenda í könnuninni hefur óskað eftir lægri iðgjöldum og fjórir af hverjum fimm náð tilætluðum árangri. 44% segjast eiga eftir að leita tilboða í tryggingar sínar og 15% segjast ánægðir með núverandi stöðu tryggingamála.

Samsett mynd




Fjöldi félagsmanna FÍB hefur haft samband við félagið til upplýsa um samskipti sín við tryggingafélögin. Af þeim frásögnum má ráða að gegnumgangandi náist 15% lækkun iðgjalda með því að leita tilboða. Dæmi eru um enn meiri lækkun.

Iðgjaldatekjur af skaðatryggingum nema u.þ.b. 45 milljörðum króna á ári. Það þýðir að 15% meðaltals lækkun iðgjalda hjá þriðjungi tryggingataka hefur þegar skert tekjur tryggingafélaganna um rúma tvo milljarða króna.

Telja má víst að andúð á óhóflegum arðgreiðsluáformum tveggja tryggingafélaga hafi vakið vitund neytenda svo um munar og leitt til þess að stór hluti þeirra hefur þegar óskað eftir tilboðum í tryggingar sínar og að annar eins hópur segist eiga það eftir.

Könnun FÍB fer fram á vefsíðu félagsins. Hún stendur fram á páskadag og er öllum opin. Það er keppikefli hjá FÍB að fá sem mesta þátttöku, til að hafa sem áreiðanlegasta innsýn í þessa vitundarvakningu, segir í tilkynningu frá FÍB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK