1 af 109 fasteignasölum í lagi

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Neytendastofa kannaði í byrjun árs vefsíður 109 fasteignasala á landinu ásamt því að kanna sölustaði þeirra sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu.

Athugað var hvort verð á öllum þjónustuþáttum væri sýnilegt á staðnum og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð, bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld, auk þess sem sérstaklega þarf að taka fram ef annar kostnaður bætist við verðið.

Einnig var kannað hvort allar upplýsingar um fasteignasölurnar, svo sem heimilisfang, kennitala, netfang, vsk.-númer, hlutafélagaskrá og starfsleyfi kæmu fram á vefsíðu. Fasteignasölum ber skylda til að vera með lögbundið starfsleyfi frá innanríkisráðuneytinu.

Vantar upplýsingar um söluþóknun

Könnun Neytendastofu leiddi í ljós að einungis fasteignasalan Nýtt heimili uppfyllti öll þau skilyrði sem gerð eru til upplýsinga um þjónustuna. Flestar athugasemdir sem komu fram voru vegna skorts á upplýsingum um söluaðilann og vantaði einnig sýnilega söluþóknun á flestar vefsíður.

Af þeim 109 vefsíðum sem skoðaðar voru var verð á öllum þjónustuþáttum einungis tilgreint á fjórum síðum en fimm til viðbótar höfðu einhverjar upplýsingar um verð. Þá voru einungis þrjár fasteignasölurnar með gjaldskrá sýnilega fyrir alla þjónustuþætti á sölustað og þrjár til viðbótar höfðu sumar af upplýsingunum sýnilegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir