Telja krónuna styrkjast eftir haftalosun

Greiningardeild Arion banka telur líklegra að krónan muni styrkjast fremur en veikjast eftir afnám gjaldeyrishafta miðað við spár um verðbólgu, viðskiptakjör, utanríkisviðskipti.

Óhætt sé þó að segja að aukið óvissuástand muni ríkja hvað varðar gengi krónunnar þótt stórum óvissuatriðum varðandi haftalosun hafi vissulega verið svo gott sem eytt, s.s. áhrifum föllnu bankanna og aflandskróna á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins.

Gert er ráð fyrir að verðbólga hérlendis verði meiri en í helstu viðskiptalöndum á næstu misserum. Verðbólguspár hafa þó heldur færst niður á við að undanförnu vegna sterkari krónu, lækkandi olíuverðs og lakari hagvaxtarhorfa í heimshagkerfinu.

Að öðru jöfnu ætti verðbólga sem er langt umfram verðbólgu í viðskiptalöndum að setja þrýsting á veikingu nafngengis í gegnum sterkara raungengi að mati Greiningardeildar. „Mætti því segja að létt hafi að einhverju leyti á veikingarþrýstingi sökum minni hækkunar raungengis en ef verðbólga hefði reynst meiri.“

Spá Greiningardeildar Arion banka um afdrif íslensku krónunnar í kjölfar losunar gjaldeyrishafta má lesa nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK