Selja súran Wintris-ís

Wintris-ísinn er með sítrónu og vanillubragði.
Wintris-ísinn er með sítrónu og vanillubragði. Mynd af Facebook-síðu Valdísar

Aflandsfélög og skattaskjól eru líklega einna mest notuðu orð dagsins. Ísbúðin Valdís á Grandagarði tekur þátt í umræðunni og hefur búið til Wintris-ís. Hann er súr og stútfullur af hroka og mælir starfsfólk ísbúðarinnar ekkert sérstaklega með honum.

Líkt og flestir líklega vita nefnist Tortólafélag eiginkonu forsætisráðherra Wintris.

Ísinn kostar aðeins meira en annar en skattafsláttur er í boði og er endanlegt verð því hið sama og á öðrum bragðtegundum. Bragðið er blanda af sítrónusorbet og mjólkurís.

Að sögn starfsmanns Valdísar er um góðlátlegt grín að ræða en ísbúðin hefur áður látið málefni líðandi stundar sig varða og bjó m.a. til Ice Hot 1-ís þegar umræðan um skráningu fjármálaráðherra á framhjáhaldssíðuna Ashley Madison stóð sem hæst. Sá var með hvítsúkkulaði- og chilibragði.

Ísinn kom í borðið upp úr hádegi og höfðu tvær skeiðar selst þegar blaðamaður hafði samband. Ísinn verður að minnsta kosti í boði í dag og fer framhaldið eftir vinsældum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK