Bankaleyndin laðaði fjárfesta til Lúxemborgar

Landsbankinn í Lúxemborg.
Landsbankinn í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Fjármálamenn sem störfuðu fyrir íslensku bankana í Lúxemborg og ræddu við Morgunblaðið í trausti nafnleyndar segja margt skýra ásókn Íslendinga í félög í Lúxemborg árin fyrir efnahagshrunið.

Heimildarmaður sem þekkir vel til í starfsemi Kaupþings í Lúxemborg segir möguleikann á að geta fengið einkabankaþjónustu eins og hún tíðkaðist á alþjóðlegum mörkuðum, möguleikann á frestun á skattlagningu söluhagnaðar með fjárfestingu í eignarhaldsfélögum og bankaleynd vera meðal þess sem laðaði íslenska fjárfesta í einkabankaþjónustu bankans þar ytra.

Annar heimildarmaður segir einkabankaþjónustu til handa Íslendingum hafa verið hverfandi litla hjá Glitni. Hann telur því rétt að gera greinarmun á umsvifum Glitnis annars vegar og umsvifa Kaupþings og Landsbankans hins vegar í Lúxemborg á sviði einkabankaþjónustu. Þannig hafi Glitnir sérhæft sig í fasteignalánum til erlendra viðskiptavina í Evrópu og haft fáa íslenska viðskiptavini. Starfsemi Glitnis í Lúxemborg hafi verið endurskipulögð vorið 2008 og þá dregið verulega úr lánveitingum og annarri starfsemi. Glitnir hafi komið að stofnun sárafárra aflandsfélaga á árunum fyrir efnahagshrunið 2008.

Langflestum félögum lokað

Þriðji heimildarmaðurinn, sem þekkir vel til starfsemi Landsbankans í Lúxemborg á síðasta áratug, taldi að yfirgnæfandi meirihluta aflandsfélaga í eigu Íslendinga – sennilega 80-90% – hefði verið lokað. Hann segir eftirspurn Íslendinga eftir slíkum félögum nær enga eftir hrunið. Umsvifin heyri sögunni til.

„Þetta var tískubóla á sínum tíma og allir áttu félag, þótt þeir notuðu þau ekki. Mönnum þótti þetta jafn nauðsynlegt og að eiga fótanuddtæki,“ segir heimildarmaðurinn.

Hann segir fyrirkomulagið jafnan hafa verið þannig að viðskiptavinir lögðu félögunum til eigið fé og svo hafi bankarnir lánað félögum peninga til hlutabréfakaupa, með veði í eignum umræddra félaga. Bankarnir hafi borið áhættuna af lánveitingunum, nema viðbótar persónulegar ábyrgðir hafi verið lagðar til. Umgjörðin í slíkum félögum hafi boðið upp á frestun skattgreiðslna.

Algengt þegar gírun var mikil

Með því að mynda hagnað innan aflandsfélaganna hafi eigendur getað frestað að greiða fjármagnstekjur þar til þær voru teknar út úr félaginu. Þetta fyrirkomulag hafi verið algengt þegar lítið eigið fé var á bak við fjárfestingar – og mikið tekið að láni – og í eignarhaldi utan um einstaka fjárfestingaverkefni, sem margir hafi stundað.

„Það var ráðgjöf bankanna að stunda slík viðskipti frekar í gegnum félag en í eigin nafni. Þá til að tryggja að viðskiptavinir væru ekki með stórar áhættuskuldbindingar umfram eigið fé ef illa færi.“

Heimildarmaðurinn bendir á að langflestir þeirra sem störfuðu við lánveitingar og á lögfræðistofum íslensku bankanna erlendis, þar með talið í Lúxemborg, hafi ekki verið íslenskir ríkisborgarar. Með því að stofna félög sem tengdust Bresku Jómfrúaeyjum í gegnum Lúxemborg hafi Íslendingar getað stofnað félög innan lögsögu Bretlands, þar sem regluverkið var þekkt. Jafnframt hafi verið ódýrt að stofna og reka félögin og einfalt að stunda viðskipti með þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK