400 milljóna arður og ný stjórn

Sigrún Björk Jakobsdóttir.
Sigrún Björk Jakobsdóttir.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri á Akureyri, er nýr formaður stjórnar Landsnets. Hún tekur við af Geir A. Gunnlaugssyni, fyrrverandi forstjóra Marels og Sæplasts/Promens.

Hann lætur af störfum að eigin ósk eftir að hafa gegnt formennsku í stjórn Landsnets sl. fimm ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsneti. Sigrún var kjörin á aðalfundi Landsnets í gær.

Jafnframt voru Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika, og Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, endurkjörin í stjórn og Svava Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Strategíu, var endurkjörin varamaður í stjórn.

Þá kemur fram á heimasíðu Landsnets að á aðalfundinum hafi ársreikningur ársins 2015 einnig verið samþykktur, sem og 400 milljóna arðgreiðsla til eigenda fyrirtækisins eða sem nemur 10% af hagnaði síðasta árs.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Landsnet greiðir eigendum sínum arð á þeim rúma áratug sem fyrirtækið hefur starfað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK