Ekkert lántökugjald við fyrstu kaup

Íslandsbanki hefur fellt niður lántökugjald fyrir fyrstu kaupendur og gert greiðslumat aðgengilegt á netinu. Viðskipavinir geta sótt um greiðslumat á netinu og kvittað fyrir með rafrænni undirskrift. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. „Þessi kjarabót kemur til viðbótar við lækkun á föstum verðtryggðum húsnæðislánavöxtum sem tóku gildi fyrr í mánuðinum,“ segir í tilkynningu.

Lántökugjaldið hjá Íslandsbanka er í dag 1,0% af lánsfjárhæð.

Rafræna greiðslumatið virkar þannig að með því að slá inn eigin forsendur á vef Íslandsbanka munu liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um greiðslubyrði lána, greiðslugetu lántakenda og hámarkskaupverð fasteigna.

Í tilkynningunni segir jafnframt að búast megi við að þinglýsingar verði rafrænar innan tíðar.

„Íslandsbanki hefur lengi einbeitt sér að því að koma til móts við þarfir fyrstu kaupenda og það er ánægjulegt að sjá þann hóp vaxa eins og nýleg gögn hagstofunnar staðfesta. Til að styðja enn betur við fyrstu kaupendur viljum við bjóða þeim betri kjör og um leið einfalda húsnæðiskaupaferlið,“ er haft eftir Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptabankasviðs, í tilkynningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK