Baráttan um fimmta sætið

Styr hefur staðið um stjórn HB Granda frá aðalfundi fyrirtækisins …
Styr hefur staðið um stjórn HB Granda frá aðalfundi fyrirtækisins í fyrra. mbl.is/Styrmir Kári

Á framhaldsaðalfundi í HB Granda, sem haldinn verður síðar í dag, er talið nær öruggt að Lífeyrissjóði verslunarmanna (LV) takist að fella einn núverandi stjórnarmanna og tryggja Önnu G. Sverrisdóttur, sem sæti á í varastjórn sjóðsins, sæti í stjórn HB Granda næsta árið.

LV á ríflega 12% í fyrirtækinu en þá mun Anna einnig njóta stuðnings fleiri lífeyrissjóða, þannig að baki henni standi hluthafar með um 17% hlutafjár.

Í kjölfar þess að LV krafðist margfeldiskosningar við stjórnarkjörið var ljóst að kjölfestufjárfestar sem eiga ríflega 42% hlut í fyrirtækinu þurfa að dreifa atkvæðum sínum á núverandi stjórnarmenn. Sami hópur tryggði sér öll fimm stjórnarsætin í fyrra þegar LV og lífeyrissjóðurinn Gildi buðu fram sitthvorn fulltrúann til stjórnar. Ljóst er að kjölfestufjárfestarnir geta ekki dreift atkvæðum sínum á alla fimm fulltrúana sem sæti eiga í stjórninni. Áreiðanlegar heimildir ViðskiptaMoggans herma að hópurinn, undir forystu Kristjáns Loftssonar, muni kjósa hann ásamt Halldóri Teitssyni og Hönnu Ásgeirsdóttur. Því muni LV annaðhvort ná að fella Þórð Sverrisson eða Rannveigu Rist úr stjórninni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK