Felldu einn sitjandi stjórnarmann

mbl.is/Þórður

Framhaldsaðalfundi HB Granda lauk í dag en eitt mál var á dagskrá fundarins, kosning stjórnar félagsins. Ný stjórn er skipuð þeim Önnu G. Sverrisdóttur, Halldóri Teitssyni, Hönnu Ásgeirsdóttur, Kristjáni Loftssyni og Rannveigu Rist. Kristján var kjörinn formaður stjórnarinnar og Rannveig varaformaður.

Anna G. Sverrisdóttir var studd af Lífeyrissjóði verslunarmanna sem á 12% í fyrirtækinu en með kosningu hennar tókst að fella einn stjórnarmann sem áður átti sæti í stjórninni.

Frétt mbl.is: Baráttan um fimmta sætið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir