Ókeypis uppfærsla Windows að renna út

Rúmlega 200 milljónir tækja nota nú orðið Windows 10.
Rúmlega 200 milljónir tækja nota nú orðið Windows 10. AFP

Frí uppfærsla á Windows 10 fyrir notendur Windows 7 og 8 rennur bráðlega út og þurfa notendur þá að kaupa uppfærsluna.

Uppfærslan rennur út hinn 29. júlí næstkomandi.

Þetta kemur fram í nýju bloggi Björns G. Birgissonar, lausnastjóra PC hjá Nýherja. Að sögn Björns koma flestar nýjar vélar með Windows 10 en vert er að geta þess að ekki verður hægt að uppfæra allar eldri vélar í Windows 10.

Í bloggfærslu Björns kemur fram að helstu kostir Windows 10 séu verulegar úrbætur á öryggisþáttum. „Við mælum við eindregið með því að nota ávallt nýjustu stýrikerfi og rekla ásamt góðum vírusvörnum. Nýjustu óværur á netinu eru ansi snúnar og geta t.d. læst gögnum og heimtað lausnargjald fyrir þau,“ skrifar Björn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir