Tchenguiz selur Hilton-hótel

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz. Tom Stockill.

Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hefur áform um að selja tíu Hilton-hótel í Englandi fyrir allt að 600 milljónir sterlingspunda, sem jafngildir um 110 milljörðum íslenskra króna.

Búist er við því að Tchenguiz selji hótelin hvert í sínu lagi. Stærsta eignin, sem verður líklegast seld fyrst, er 603 herbergja Kensington Hilton-hótelið í Lundúnum. Það er talið falt fyrir um 300 milljónir punda. Hin hótelin má finna víða um England, þar á meðal í Leeds, Northampton, Nottingham og Watford.

Tchenguiz keypti hótelin fyrst af Hilton-keðjunni árið 2002, þá 60% hlut, en síðan það sem eftir var árið 2006.

Hilton-keðjan mun þó áfram sjá um rekstur hótelanna til ársins 2029, samkvæmt óriftanlegum samningi þess efnis, að því er segir í frétt Sunday Times.

Greint var frá því í apríl að kröfu Tchenguiz á hend­ur Jó­hann­esi Rún­ari Jó­hanns­syni, sem átti sæti í slita­stjórn Kaupþings, hafi verið hafnað af bresk­um dóm­stól.

Tchenguiz sakaði Jó­hann­es Rún­ar um að hafa komið upp­lýs­ing­um með ólög­leg­um hætti til efna­hags­brota­deild­ar bresku lög­regl­unn­ar (SFO) árið 2009 og krafðist hann 2,2 millj­arða punda í skaðabæt­ur. Sagði hann að Jó­hann­es Rún­ar hefði með eig­in hags­muni í huga hvatt til rannsókn­ar SFO á Tchengu­iz og fé­lög­um hon­um tengd­um í tengsl­um við fall Kaupþings í október 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK