Uppskipt Landsvirkjun slæm hugmynd

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er ósammála hugmyndum um að skipta …
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er ósammála hugmyndum um að skipta Landsvirkjun upp. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur óskynsamlegt að brjóta Landsvirkjun upp í smærri einungar líkt og hagfræðingurinn Lars Christensen hefur lagt til. Hann bendir á að um 80% af sölu Landsvirkjunar sé til stóriðju og telur að þessi gjörningur myndi veikja samningstöðu fyrirtækisins.

Í skýrslunni sem Samtök iðnaðarins fengu Christensen til að vinna eru lagðar til róttækar breytingar á umhverfi orkufyrirtækja á Íslandi. Talið er að yfirburða markaðshlutdeild Landsvirkjunar hamli eðlilegri samkeppni. Lagt er til að fyrirtækið verði brotið upp og selt til einkaaðila. Hagnaður af sölunni ætti þá að renna í auðlindasjóð í eigu þjóðarinnar. 

Frétt mbl.is: Lands­virkj­un verði skipt upp

Samorka hefur gagnrýnt hugmyndirnar og segja stuðning við tölu­leg gögn vanta.

Frétt mbl.is: Samorka gagnrýnir skýrslu Christensen

Hörður fagnar því að Samtök iðnaðarins sýni málinu áhuga og láti vinna fyrir sig skýrslu efnið. Markaðurinn sé flókinn og mikilvægur fyrir samfélagið. Mikilvægt sé að sem flestir myndi sér sjálfstæða skoðun.

Þá segist hann taka undir gagnrýni Samorku varðandi ýmis gögn sem æskilegt hefði verið að byggja á. „En það sem snýr að okkur og mér finnst vanta að fram komi í þessari greiningu er að 80% af sölu Landsvirkjunar er til stóriðju. Að brjóta upp Landsvirkjun myndi fyrst og fremst hafa áhrif á samningsstöðu Landsvirkjunar til stóriðju og með þessu yrði hún veikari,“ segir Hörður.

„Það vantar að gera sér grein fyrir áhrifunum sem það myndi hafa á eiganda Landsvirkjunar, sem er íslenska þjóðin.“

Lars Christensen lagði til í skýrslu að Landsvirkjun yrði skipt …
Lars Christensen lagði til í skýrslu að Landsvirkjun yrði skipt upp og seld til einkaaðila. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sala til einkaaðila ákvörðun eiganda

Í skýrslu Christensen kemur fram að stærð fyrirtækisins hamli samkeppni. Hörður segist ekki sammála þessu hvað smærri notendur varðar. Þar sé markaðshlutdeild Landsvirkjunar mun minni. „Áhrifin yrðu fyrst og fremst á samninga við stóriðjuna og myndi gera það að verkum að við myndum að öllum líkindum fá lakari samninga.“

Aðspurður um hugmyndir um að selja smærri hluta Landsvirkjunar til einkaaðila bendir Hörður á að mjög skiptar skoðanir hafi verið um efnið. Það sé hins vegar ákvörðun eigandans þegar uppi er staðið.

Í skýrslunni eru lagðar til róttækar breytingar á umhverfi orkufyrirtækja …
Í skýrslunni eru lagðar til róttækar breytingar á umhverfi orkufyrirtækja á Íslandi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Verri staða á alþjóðamarkaði

Hörður telur Landsvirkjun í smærri bútum einnig í lélegri stöðu á alþjóðamarkaði. „Gagnvart stóriðjunni erum við að vinna á alþjóðlegum markaði og erum að keppa við stóru orkufyrirtækin í löndunum í kringum okkur. Við erum mjög lítil í því samhengi,“ segir Hörður.

„Fyrir okkur er nú þegar krefjandi að keppa á þessum markaði og ef ákveðið yrði að veikja fyrirtækið og jafnvel búa til nokkur veik fyrirtæki, að þá myndi það að öllum líkum leiða til lægra raforkuverðs til stóriðju,“ segir hann.

„Það er mikilvægt að við séum í þeirri aðstöðu að geta tryggt sanngjarna samninga fyrir eigendur Landsvirkjunar, íslensku þjóðina,“ segir Hörður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK