Sex frumkvöðlar styrktir

Frumkvöðlarnir fengu afhentan styrk í morgun.
Frumkvöðlarnir fengu afhentan styrk í morgun. Mynd/Íslandsbanki

Sex fyrirtæki fengu afhenta styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka í morgun. Samtals námu styrkirnir 10 milljónum króna en sjóðurinn úthlutar tvisvar á ári. Frumkvöðlasjóðurinn styrkir verkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða.

Stefna Íslandsbanka er að vera leiðandi á sviðum sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku og er Frumkvöðlasjóðurinn vettvangur til að styðja við nýsköpun í greinunum.

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka var stofnaður fyrir fimm árum og bankinn lagði til stofnfé sjóðsins. Bankinn leggur einnig til 0,1% mótframlag af innstæðum Vaxtasprota, sem er einn af sparnaðarreikningum Íslandsbanka, inn á Frumkvöðlasjóð.

Þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni:

Asco HARVESTER. Asco er sjávarsláttuvél sem slær sjávargróður við strendur ásamt því að hreinsa rusl í sjó og höfnum. Asco mun henta bæði á vatnasvæðum og við erfiðar aðstæður úti á sjó.

Skynjar Technologies. Drög hafa verið gerð að nýrri hönnun merkinga á sjávarafurðum sem felur í sér að samhæfa nýjustu skynjaratækni og þráðlausa auðkenningu sem fylgist með og skynjar ástand innihalds í vörukössum ferskra afurða.

Geo-Protein. Markmið verkefnisins er að framleiða hágæða próteinmjöl úr kolefnis- og vetnissamböndum úr útblæstri jarðhitavirkjana. Afurðirnar verða nýttar fyrir fiskeldi og landbúnað. Búið er að velja Kröfluvirkjun sem álitlega tilraunastöð í samvinnu við Landsvirkjun.

Finna Fisk. Stefnt er að því að finna fisk með mannlausu farartæki og mun þannig geta sparað úgerðum bæði tíma og olíu. Ef hægt er að finna fisk vel fyrir framan skip þá er hægt að stýra skipi að þeim stað sem aflinn er.

Zeto. Zeto hyggs setja á markað hreinar, lífvirkar húð-, hár- og sápuvörur úr kaldpressuðu þaraþykkni sem unnið er án kemískra efna. Vöruþróun og prófanir hafa staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar.

E1. E1 er að þróa og koma á markað farsímalausn sem tengir saman rafbílaeigendur og eigenda hleðslustöðva og þannig skapa markaðstorg eða deilihagkerfi hleðslustöðva fyrir rafbíla. Þessi laun á að gera fólki auðveldara að eiga rafbíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK