Gert ráð fyrir miklum hagvexti

Einkaneysla, þ.e. neysla heimila á vöru og þjónustu, jókst um …
Einkaneysla, þ.e. neysla heimila á vöru og þjónustu, jókst um 7,1% á fyrsta ársfjórðungi 2016 samanborið við sama tímabil í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nýlega hafa verið birtar fimm þjóðhagsspár sem allar benda til mikils hagvaxtar á næstu árum. Á árinu 2016 er gert ráð fyrir 3,8% hagvexti á mann samanborið við 2,8% árið 2015. Gangi spárnar eftir verður landsframleiðsla á mann árið 2016 orðin meiri en árið 2007.

Þetta kemur fram í nýju efnahagsyfirliti VR. Nokkur munur er á spám, bjartsýnasta spáin fyrir 2016 gerir ráð fyrir 5,4% hagvexti á árinu en sú svartsýnasta 4,3%. Hið sama á við um árið 2018 en þar gerir bjartsýnasta spáin ráð fyrir 4,4% hagvexti en sú svartsýnasta 2,6%.

Bent er á að hagvöxtur eftir hrun hafi verið mun heilbrigðari en hagvöxturinn fyrir hrun. Með því er átt við að hagvöxtur seinustu ára hefur ekki verið knúinn áfram af aukinni skuldsetningu heimila og fyrirtækja líkt og árin fyrir hrun. Þvert á móti hefur skuldsetning heimila og fyrirtækja farið lækkandi undanfarin ár þótt einhverjar vísbendingar séu um að skuldsetning fyrirtækja sé farin að aukast á ný.

Verðbólga mældist 1,7% í maí 2016 sem er örlítið yfir spám greiningaraðila sem spáðu verðbólgu á bilinu 1,5–1,6%. Verðbólgan hefur nú verið undir 2,5% markmiði Seðlabankans í 28 mánuði. Spár greiningaraðila til næstu þriggja mánaða benda til þess að verðbólga verði á bilinu 1,3 til 1,8% í ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK