Heimir fer frá Eyjum upp á land

Bjórinn Heimir er 5,5%.
Bjórinn Heimir er 5,5%. Ljósmynd/Gunnar Júl

„Við hringdum í Heimi [Hallgrímsson] í vetur og spurðum hvort við mættum nota nafnið hans. Hann sagði bara: Strákar, að sjálfsögðu,“ segir Jóhann Guðmundsson, einn af eigendum The Brothers Brewery. 

Brugghúsið mun selja bjórinn Heimi á Ölhúsinu – Ölstofu Hafnarfjarðar á leikdegi á sunnudaginn þegar Ísland og Frakkland mætast á EM í París í Frakklandi.

Fram að þessu hefur bjór brugghússins aðeins verið seldur á veitingastaðnum Einsa kalda í Vestmannaeyjum og verður bjórinn Heimir seldur þar á meðan EM stendur yfir. Einar Björn Árnason, betur þekktur sem Einsi kaldi, er eigandi veitingastaðarins. Hann stendur aftur á móti vaktina í Frakklandi þessa dagana þar sem hann er kokkur íslenska landsliðsins.

Bjórinn er auðþekkjanlegur, enda mynd af Heimi framan á honum. Hann er að sögn Jóhanns léttur Pale Ale, 5,5%.

Frétt mbl.is: Brugga einungis 30 lítra af sjómannabjór

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK