Allir bitcoin-eigendur í hættu á að tapa

Tölvuþrjótar stálu bitco­in-ein­ing­um að and­virði 65 millj­óna dala í síðustu …
Tölvuþrjótar stálu bitco­in-ein­ing­um að and­virði 65 millj­óna dala í síðustu viku. AFP

Eigendur rafræna gjaldmiðilsins bitcoin gætu tapað um 36% andvirðis eininga sinna í miðlinum eftir að tölvuþrjótar hökkuðu sig inn í net­kerfi Bit­finex, kaup­hall­ar­inn­ar í Hong Kong, og stálu bitco­in-ein­ing­um að and­virði 65 millj­óna dala í síðustu viku.

Bitfinex var lokað í kjölfarið en hefur nú byrjað að opna aftur. Þá hefur kauphöllin ákveðið eftir „mikla umhugsun, greiningu og ráðgjöf“ að leggja sama tap á alla notendur, líka þá sem urðu ekki fyrir árás tölvuþrjótanna. Það þýðir að allir eigendur bitcoin gætu misst allt að 36% verðmæta þeirra á næstu dögum.

Þær upphæðir sem eigendurnir tapa verða sérstaklega merktar og er það gert til þess að fylgjast með hvað hver á inni hjá fyrirtækinu og verður stefnt að því að greiða öllum tjónið til baka.

Að sögn Bitfinex eru þær viðræður þó á byrjunarstigi og líklega muni taka tíma að borga öllum til baka. Þá er einnig möguleiki að fólk geti fengið borgað til baka í hlutabréfum hjá eiganda Bitnifex, iFinex Inc.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK