Framrúðutjón nær 100 milljónir

Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar
Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á margan hátt er bílaleigustarfsemi áþekk frá einu landi til annars. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds sem rekur Bílaleigu Akureyrar, elstu og stærstu bílaleiguna hérlendis, segir nokkur séríslensk viðfangsefni bílaleiga sem erlendir kollegar þeirra skilja ekki til fulls.

Hér sé til dæmis ástand vega almennt verra en víða í Evrópu, segir Steingrímur í samtali um rekstur bílaleigunnar í ViðskiptaMogganum í dag.

„Hér tíðkast að ný olíuklæðning á vegum landsins er þjöppuð niður af umferðinni og á meðal grjótmulningurinn binst olíunni fylgir akstri á þessum köflum gríðarlegt grjótkast.“ Auk lakkskemmda segir hann að framrúðutjón af þessum völdum séu mjög algeng. „Bara hjá okkur í Bílaleigu Akureyrar námu framrúðutjón í fyrra tæplega 100 milljónum.“ Hann segir einnig að þrif bílaleigubíla hér séu mun dýrari vegna allra malarveganna og íslenskrar veðráttu.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir