Kaupa 80% í Iceland, 10-11 og Dunkin Donuts

Fjárfestingasjóður í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta hefur keypt Iceland …
Fjárfestingasjóður í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta hefur keypt Iceland verslanirnar, 10-11 og Dunkin Donuts.

Fjárfestingasjóðurinn Horn III hefur keypt 80% hlut í Basko ehf., en félagið fer með eignarhald á Rekstrarfélagi Tíu Ellefu ehf., Ísland-Verslun hf. og Imtex ehf. Rekstrarfélag Tíu Ellefu ehf. rekur samtals 35 þægindavöruverslanir undir merkjum 10-11 og Háskólabúðarinnar og er einnig móðurfélag Drangaskers ehf. sem rekur fjögur kaffihús undir merkjum Dunkin Donuts. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Horns.

Horn III er í rekstri Landsbréfa hf., sem er sjóðs­stýr­inga­fyr­ir­tæki í eigu Landsbankans. Sjóðurinn var fjármagnaður á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og settu rúmlega 30 hluthafar um 12 milljarða í sjóðinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Horns samanstendur hluthafahópurinn af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Er sjóðurinn hugsaður til að fjárfesta í óskráðum fjárfestingum í íslensku atvinnulífi.

Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að kaupverð sé trúnaðarmál og að Árni Pétur Jónsson muni áfram vera forstjóri Basko. Hann verður eftir kaupin næststærsti hluthafi félagsins, en hann hafði áður verið eigandi alls félagsins.

Árni Pétur Jónsson við einn af Dunkin Donuts-stöðunum.
Árni Pétur Jónsson við einn af Dunkin Donuts-stöðunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK