Allt að 9.500 kr. fermetraverð á Hafnartorgi

Hafnartorg.
Hafnartorg. PK arki­tekt­ar

Heildarfjárfesting Regins hf. í uppbyggingu Hafnartorgs við Austurbakka 2 í Reykjavík mun nema um 5,6 milljörðum, eða 620 þúsund krónum á hvern fermetra. Um er að ræða 9.000 fermetra verslunarhúsnæði sem félagið hefur yfir að ráða á reitnum, en verslun H&M mun þar taka um þriðjung svæðisins. Áður hafði verið tilkynnt að eignarhlutur Regins yrði 8.000 fermetrar, en hann hefur verið aukinn um 1.000 fermetra.

Innifalið í heildarfjárfestingu Regins í verkefninu er kaupverð, fjármagnskostnaður, umsjón, hönnun og aðlögun leigurýma. Það er Reykjavík Development ehf., sem er dótturfélag ÞG Verktaka ehf., sem er framkvæmdaraðili uppbyggingar svæðisins.

Þegar hefur Reginn sett 700 milljónir í verkefnið, en meginþunginn mun koma um mitt næsta ár og á fyrrihluta ársins 2018. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að fjármögnun verkefnisins sé þegar tryggð.

Áætlað er að áhrif af leigutekjum komi inn á seinasta ársfjórðungi ársins 2018, en gert er ráð fyrir að leigutekjur verði á bilinu 4.000 til 9.500 krónur á fermetra, eftir eðli, staðsetningu og umfangi leigurýma. Áætlað er að áhrif til hækkunar á EBITDA-félagsins verði á bilinu 400-460 milljónir.

Á myndinni t.v. má sjá hvar aðgengi verður að sameiginlegum …
Á myndinni t.v. má sjá hvar aðgengi verður að sameiginlegum bílakjalla Hörpu og Hafnartorgs. PK arkitektar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK