Bónus Skipholti oftast með lægsta verðið

Af þeim vörum sem skoðaðar voru var mestur verðmunur á …
Af þeim vörum sem skoðaðar voru var mestur verðmunur á ávöxtum og grænmeti eða á bilinu 26-129%. mbl.is/Árni Sæberg

Verslunin Bónus Skipholti var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn mánudag. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland Engihjalla. Munurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könnuninni var frá 5% upp í 129% en oftast var 25-50% verðmunur.

Verðmerkingum var ábótavant í Krónunni Flatahrauni, Samkaupum-Úrval Hafnarfirði og Víði Granda en í þessum verslunum vantaði hillumiða í um og yfir 10% tilvika. Af þeim 136 vörutegundum sem skoðaðar voru, reyndust flestar vörurnar fáanlegar í Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 130 vörur og í Iceland þar sem 127 vörur voru fáanlegar. Fæstar vörur voru fáanlegar í Bónus eða 106 af 136, Nettó Búðarkór átti 108 og Krónan 111.

Mestur verðmunum á ávöxtum og grænmeti

Af þeim vörum sem skoðaðar voru var mestur verðmunur á ávöxtum og grænmeti eða á bilinu 26-129%. Minnstur verðmunur var á eggaldini 26% sem var dýrast á 495 kr/kg hjá Bónus en ódýrast á 393 kr/kg hjá Fjarðarkaupum. Mestur verðmunur í könnuninni var á vatnsmelónu sem var dýrust á 298 kr/kg hjá Hagkaupum Spönginni en ódýrust á 130 kr/kg hjá Krónunni sem er 168 kr. verðmunur eða 129%.  44% verðmunur var einnig á íslenskum gulrótum sem voru ódýrastar á 485 kr/kg hjá Víði en dýrastar á 698 kr/kg hjá Iceland.  

Eins og oft áður er minnstur verðmunur á osti, viðbiti og mjólkurvörum. Verðmunurinn var oftast um 10-20%. Minnstur verðmunur að þessu sinni var 5% á einum lítra af léttmjólk frá Örnu, mjólkin var ódýrust á 209 kr. hjá Bónus en dýrust á 219 kr. hjá Hagkaupum.  

Mikill verðmunur var á milli verslana eða oftast á bilinu 25-50%. Sem dæmi má nefna að flatkökurnar frá Kökugerð HP Selfossi voru ódýrastar á 127 kr. hjá Bónus en dýrastar á 169 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 33% verðmunur. Mikill verðmunur var einnig á SS skólakæfu sem var ódýrust á 1.780 kr/kg hjá Nettó en dýrust á 2.060 kr/kg hjá Fjarðarkaupum sem er 16% verðmunur.  Kílóverð af frosnum lambahrygg var lægst á 1.699 kr. hjá Iceland en hæst á 2.398 kr. hjá Samkaupum-Úrvali, sem er 699 kr. verðmunur á kg. eða 41%. Barnamjólkin frá NAN nr. 1 í fernu, 200 ml. var ódýrust á 145 kr. hjá Bónus en dýrust á 199 kr. hjá Iceland sem er 37% verðmunur. Mikill verðmunur var einnig á rauða safanum superberries frá The berry company, einn líter var ódýrastur á 349 kr. hjá Bónus en dýrastur á 449 kr. hjá Iceland sem er 29% verðmunur.  

Illa verðmerkt í allt að 10% tilvika

Áberandi var hve illa verðmerkt var í Krónunni, Samkaupum-Úrval og Víði eða í um og yfir 10%. Verðmerkingum var einnig ábótavant í verslununum Nettó og Hagkaupa í um 5% tilvika.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Skipholti, Krónunni Flatahrauni, Nettó Búðarkór, Fjarðarkaupum Hafnarfirði,  Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði, Hagkaupum Spöng, Víði Granda og Iceland Engihjalla.   Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK