Enn eitt námufélagið gjaldþrota

Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands. Fjallið Sermitsiaq í bakgrunni.
Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands. Fjallið Sermitsiaq í bakgrunni. mbl.is/Una Sighvatsdóttir

Dómstóll í Nuuk á Grænlandi hefur samþykkt beiðni námufyrirtækisins True North Gems Greenland um gjaldþrotaskipti og þar með fór enn ein tilraunin til að hefja námuvinnslu í landinu út um þúfur.

Gjaldþrotabeiðnin var lögð fram eftir að stjórnendur fyrirtækisins komust að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki aflað nægs fjármagns til að hefja rúbínvinnslu í Aappaluttoq, um 100 km frá Nuuk, að því er fram kemur í The Arctic Journal. Blaðið segir að þótt fyrirtækið hafi lokið undirbúningi námuvinnslunnar hafi það ekki fengið leyfi til að hefja hana fyrr en það fengi nægt fjármagn til að tryggja að það gæti greitt fyrir hreinsun á svæðinu þegar vinnslunni lyki. Fyrirtækið hafði stefnt að því að hefja rúbínvinnslu í námunni í byrjun næsta árs.

Norska fyrirtækið LNS átti 27% hlut í True North Gems Greenland og grænlenska fjárfestingarfélagið Greenland Venture keypti 7% hlut í námufyrirtækinu á síðasta ári. The Arctic Journal hefur eftir framkvæmdastjóra Greenland Venture, Karsten Høy, að fjárfestingarfélagið vilji halda áfram samstarfi við norska fyrirtækið og fleiri fjárfesta til að hægt verði að opna rúbínnámuna síðar.

Engin náma starfrækt

Þótt stjórnmálamenn á Grænlandi hafi bundið miklar vonir við nýtingu náttúruauðlinda í landinu bendir fátt til þess að draumurinn um olíuævintýri og stórgróða af námugrefti rætist á næstu árum. Engin náma hefur verið starfrækt í landinu frá því að Nalunaq-gullnámunni á Suður-Grænlandi var lokað árið 2013 vegna rekstrartaps.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK