Edda hlaut viðurkenningu SÞ

„Það er alltaf saga á bakvið fötin og við viljum …
„Það er alltaf saga á bakvið fötin og við viljum að fólk velji jákvæðu sögurnar,“ er haft eftir Eddu.

Edda Hamar, 27 ára Íslendingur búsettur í Ástralíu, hlaut viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna í gær fyrir störf sín í þágu sjálfbærrar tísku en hún stofnaði og rekur fyrirtækið Underdress Runways.

Edda er meðal sautján ungra leiðtoga sem hlutu viðurkenninguna vegna starfa sinna í þágu heimsmarkmiða SÞ en hópurinn var kynntur í höfuðstöðvum SÞ í New York í gær.

Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna er vitnað í Eddu þar sem hún segir að fyrirtækið sýni að sjálfbær tíska sé framtíðin og að maður þurfi ekki breyta stílnum sínum til þess að taka þátt.

„Það er alltaf saga á bakvið fötin og við viljum að fólk velji jákvæðu sögurnar,“ er haft eftir Eddu.

Í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins árið 2014 sagði Edda að Underdress Runways snúi að því að vekja athygli og fræða almenning um hugtakið sjálfbær tíska og að  fyrirtækið stuðli að því koma jákvæðum skilaboðum í fataiðnaðinum á framfæri, frekar en að kynna nýjustu tískustraumana.

Þar kemur jafnframt fram að Edda hafi flust fyrst frá Íslandi fimm ára gömul og ferðaðist í þrjú ár ásamt móður sinni á snekkju umhverfis hnöttinn og enduðu þær mæðgur í Ástralíu.

Árið 2000 fluttu þær síðan alfarið til Ástralíu en þá var Edda ellefu ára gömul. Edda segist vera Ástrali en þykir þó gott að koma reglulega í heimsókn til Íslands og tengir vel við íslenskan húmor og menningu.

Edda við athöfnina í gær.
Edda við athöfnina í gær.
Edda er meðal sautján ungra leiðtoga sem hlutu viðurkenninguna vegna …
Edda er meðal sautján ungra leiðtoga sem hlutu viðurkenninguna vegna starfa sinna í þágu heimsmarkmiða SÞ en hópurinn var kynntur í höfuðstöðvum SÞ í New York í gær.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK