Taldi heitið Spínatkál ekki villandi

Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf
Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Neytendastofa taldi heitið Spínatkál ekki vera villandi og bannaði því ekki notkun Lambhaga á því á því. Matvælastofnun hafði tekið notkun heitisins til meðferðar og þá hafði Lambhagi hætt að nota heitið. Þar af leiðandi tók Neytendastofa ekki efnislega afstöðu til þess heitis.  

Hollt og Gott ehf. kvartaði yfir auglýsingum og merkingum á umbúðum vörunnar þar sem erfðarannsókn sem Hollt og Gott hafi látið framkvæma á vörunni hafi leitt í ljós að ekki hafi verið um spínat að ræða.

Það var því mat fyrirtækisins að markaðssetning vörunnar og merking á umbúðum hennar hafi verið rangar og villandi.

Lambhagi hafnaði ásökunum frá Hollt og Gott um að rangar eða villandi upplýsingar væri og benti á að þarna væri á ferðinni plantan Brassica rapa sem á mörgum tungumálum sé rík hefð fyrir að kenna við spínat.

Eftir athugasemdir Matvælastofnunar hafi Lambhagi gróðrarstöð ákveðið að breyta heiti vörunnar enda telji félagið heitið Spínatkál lýsa vörunni betur en þrátt fyrir það verði ekki fallist á að heitið Lambhagaspínat hafi falið í sér brot gegn lögum.

Í niðurstöðum Neytendastofu segir að hún telji ekki ástæðu til þess að fjalla frekar um málið. Er sú ákvörðun tekin í ljósi þess að matvælayfirvöld hafi þegar tekið notkun þessa heitis til meðferðar sem leiddi til þess að heiti vörunnar var breytt. Þá er tekið tillit til þess að fyrirtækið hætti notkun heitisins áður en kvörtun barst Neytendastofu.

Neytendastofa hafnar jafnframt niðurstöðum fyrrnefndar erfðarannsóknarinnar sem röngum og geti ekki fengist staðist í ljósi þess hvaða fræ Lambhagi gróðrarstöð notist við. Í þessu sambandi var jafnframt á það bent að erfðarannsóknin var unnin fyrir tilstuðlað Hollt og Gott, keppinautar Lambhaga gróðrarstöðvar.

Neytendastofa telur það ljóst að heiti Lambhaga gróðrarstöðvar á vörunni sé ekki úr lausu lofti gripið og hefur þekkst að kalla vöruna spínatkál. Þá verður ekki litið framhjá skýringum Matvælastofnunar um að þar sem hvorki sé til lögheiti eða venjubundið heiti fyrir vöruna skuli notað lýsandi heiti. Af hálfu Matvælastofnunar var jafnframt á það bent að fordæmi virðist fyrir því að tengja þessa tegund við spínat auk þess sem finna megi allmörg önnur dæmi um plöntuheiti sem innihaldi orðið spínat. Því taldi Matvælastofnun ekki ástæðu til að gera athugasemdir við notkun heitisins Spínat.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK