H&M opnuð í Smáralind í september

H&M verslunin í Smáralind verður svokölluð „flaggskipsverslun“ (e. flag ship …
H&M verslunin í Smáralind verður svokölluð „flaggskipsverslun“ (e. flag ship store), alls 4.000 fermetrar að stærð.

Verslun H&M verður opnuð í Smáralind í byrjun september á næsta ári, í Kringlunni fyrir áramótin 2017/2018 og á Hafnartorgi 2018. H&M mun taka yfir 4.000 fermetra rými í vesturenda Smáralindar sem hýsir nú Debenhams en ekki liggur fyrir hvar í Kringlunni verslunin verður. Þá mun verslun H&M taka upp þriðjung af 9.000 fermetra verslunarhúsnæði á Hafnartorgi.

Fyrstu fregnir af komu H&M á Íslandi bárust í apríl þegar að DV hélt því fram að viðræður milli Regins, eiganda Smáralindar og verslunarrýmis Hafnartorgs, og H&M væru hafnar.

8. júlí var það síðan tilkynnt að Reginn ásamt dótturfélagi þess, Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf., hafi undirritað leigusamninga við dótturfélag H&M Hennes & Mauritz AB um húsnæði undir tvær verslanir undir merkjum H&M. Sama dag tilkynnti fasteignafélagið Reitir, sem á Kringluna, að það stæði í samningaviðræðum við tískurisann.

Sá samningur var undirritaður í síðustu viku og í samtali við H&M gat Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, ekki greint frá því hversu stór verslunin verði og hvar hún verður í verslunarmiðstöðinni.

Sagði hann að enn eigi eft­ir að hnýta nokkra lausa enda í þeim mál­um en það verði til­kynnt þegar að því kem­ur. Er stefnt að því að opna verslunina fyrir áramótin 2017/2018 eins og áður segir.

Í samtali við mbl.is í dag segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, að verslun H&M þar verði svokölluð „flaggskipsverslun“ (e. flag ship store), alls 4.000 fermetrar að stærð. Samkvæmt skilgreiningunni þýðir það að verslunin er aðalverslun keðjunnar og þar með stærri en aðrar á viðkomandi stað. Þá eru yfirleitt allra vörulínur til sölu í flaggskips-verslunum og þangað koma einnig inn allar sérvörulínur.  

Verslunin verður opnuð eins og fyrr segir í byrjun september á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK