Brexit tekið fyrir í Football Manager

Fánar Bretlands og Evrópusambandsins.
Fánar Bretlands og Evrópusambandsins. AFP

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, verður tekin fyrir í nýjustu útgáfu af hinum geysivinsæla Football Manager-tölvuleik, þar sem notendur setja sig í stellingar knattspyrnustjóra.

Svokallað Brexit-ákvæði mun vera til taks í Football manager 2017 sem mun taka fyrir mögulegar afleiðingar Brexit fyrir knattspyrnuheiminn. Er það forritað þannig að útganga Bretlands virkjast á fyrstu tveimur til tíu árunum í leiknum.

Miles Jacobson, einn forsvarsmanna Sports Interactive sem framleiðir leikinn, segir að þar innanhúss hafi farið fram miklar umræður um hvort ætti að taka Brexit fyrir í þessari útgáfu leiksins. Að lokum var ákveðið að þetta væri of veigamikið til þess að horfa framhjá því.

„Við reynum yfirleitt að halda pólitískum málum frá leiknum. En í þetta sinn var um of stórt mál að ræða til að sleppa því,“ segir Jacobson við Daily Telegraph. Mun Brexit hafa mikil áhrif á atvinnuleyfi leikmanna sem leikendur vilja kaupa til félaga á Bretlandseyjum.

Skjáskot úr leiknum hefur nú gengið á internetinu þar sem Brexit-ákvæðið hefur verið virkjað. Hjá Football Manager ganga menn meira að segja svo langt að spá því að Skotland muni lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og halda sig innan Evrópusambandsins.

Football Manager er heimsþekktur og meðal annars hafa margir þjálfarar viðurkennt að nota gagnagrunn leiksins til þess að finna mögulega nýja leikmenn.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK