Mikið þarf að gerast til að vextir hækki

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Golli

Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru í hlutlausum gír og mikið þarf að gerast svo þeir hækki í bráð. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra á vaxtaákvörðunarfundi Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag. Sagði Már að til þess að stýrivextir hækki þarf eitthvað að fara úrskeiðis, t.d. á vinnumarkaði í stefnu ríkisfjármála til þess að vextirnir verða hækkaðir. Næsti fundur nefndarinnar og sá síðasti á þessu ári verður 13. desember.

Eins og fram kom á mbl.is í morgun hefur Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands  ákveðið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því áfram 5,25%.

Fyrri frétt mbl.is: Óbreyttir vextir

Nokkrir óvissuþættir til staðar

Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af fyrirliggjandi spá og áhættumati nefndarinnar. Nefndi Már nokkra óvissuþætti sem fylgjast þarf með, m.a. óljós efnahagsstefna næstu ríkisstjórnar og þá staðreynd að fjárlagafrumvarp er ekki komið fram. Þá gætir óróa á vinnumarkaði í kjölfar úrskurðar kjararáðs í síðasta mánuði. Benti hann jafnframt á að annar óvissuþáttur væri áhrif losunar hafta en bætti við að það hafi gengið vel fram að þessu.

Á fundinum í morgun kynnti Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, ný Peningamál Seðlabankans. Benti hann á að í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir heimshagkerfið er gert ráð fyrir 3,1% hagvexti og er þetta annað árið í röð sem hann dregst saman og fimmta árið í röð sem hann er undir sögulegu meðaltali. Að sögn Þórarins hafa horfurnar ekki batnað, heldur líklega versnað.

Nefndi hann bakslög á þessu ári í þessu samhengi eins og þjóðaratkvæðagreiðslu Breta varðandi útgöngu úr Evrópusambandinu og sagði þau hafa gengið til baka að stórum hluta og að vísitölur í Bretlandi væru á uppleið.

Annað en ferðaiðnaður vex lítið eða dregst saman

Þrátt fyrir verri horfur á alheimsvísu hafa ytri skilyrði Íslendinga batnað gríðarlega undanfarin ár. Útflutningsverð hefur hækkað um 16% á bilinu 2014-2016 og sagði Þórarinn það óvanalegt þetta væri að gerast á sama tíma og heimshagvöxtur væri svona lítill.

Á þessu ári hefur verið 8-9% vöxtur á útflutningi og ber ferðaiðnaðurinn ábyrgð á ríflega 5% vaxtarins á meðan annar útflutningur er annað hvort að vaxa litið eða dragast saman.

Á þessu ári hefur verið 8-9% vöxtur á útflutningi og …
Á þessu ári hefur verið 8-9% vöxtur á útflutningi og ber ferðaiðnaðurinn ábyrgð á ríflega 5% vaxtarins á meðan annar útflutningur er annað hvort að vaxa litið eða dragast saman. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Skuldir heimilanna hafa lækkað mjög mikið og er eiginfé heimilanna hærra nú en fyrir kreppu. Þá hafa kjör heimilanna almennt batnað verulega síðan fyrir kreppu og sama má segja með hag fyrirtækja og eiginfjárhlutfall.  Nefndi Þórarinn að hreinn auður heimila hafi vaxið um 19% á ári að meðaltali síðustu ár sem væri alveg ótrúlega mikið.

Þá hafa ráðstöfunartekjur verið að hækka mikið og kaupmáttur um 10% á síðasta ári. Það knýr vöxt í einkaneyslu og bætt fjárhagsstaða fyrirtækja knýr áfram fjárfestingu.

Peningamál í heild sinni má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK