Gefur mikið að vinna í lýsinu

„Maður er að læra eitthvað nýtt á hverjum degi,“ segir Bæring um vinnustaðinn. Mikil fjölbreytni sé í starfshópnum sem hann telur vera mikinn kost. Frá unglingsaldri hefur Bæring unnið með rafmagn og hann hefur lokið rafvirkjanámi og háskólanámi í rafmagnsiðnfræði og hann segist ennþá njóta starfsins og kröfurnar sem það gerir leikur þar stórt hlutverk. „Ég þarf að hafa eitthvað sem ýtir á mig. Ég þarf að leysa eitthvað.“ 

Í verksmiðjunni koma upp vandamál sem sjást ekki annarsstaðar að sögn Bærings. „Maður er að kljást við eitthvað smá vandamál allan daginn sem að leysir kannski fullt af öðrum vandamálum,“ segir Bæring sem hefur bæst í hóp Fagfólksins á mbl.is.

„Það hefur komið mér rosalega á óvart hvað þetta hjálpar. Mamma er með gigt og ég er búinn að vera að ýta vörum að henni og það hefur hjálpað henni mikið,“ segir Bæring um lýsið og hann segir það gefa mikið að vinna fyrir fyrirtæki sem framleiði vörur sem hann hafi trú á.    

Torfæra eftir vinnu

Þegar vinnudeginum er lokið eyðir Bæring gjarnan drjúgum tíma í bílskúrnum þar sem hann er að dunda sér við að smíða bíl og þá er hann í keppnisliðinu Þeytingi í torfæru og hann veit fátt skemmtilegra en að taka þátt í torfærukeppnum með liðinu sem viðgerðarmaður. „Við erum að smíða bíl, fá hann til að virka og reyna að bæta hann og gera hann betri.“ Eftir það fara fram prófanir þar sem árangur erfiðisins er metinn og Bæring dregur ekkert úr því að allur sinn frítími fari í áhugamálið.

Þeytingur er fjölmennt lið og 15-20 manns koma að undirbúningi fyrir keppnisdaga og Bæring segir félagsskapinn skipta miklu máli. Öll fjölskyldan tekur líka þátt því Guðbjörg kona Bærings fer með í keppnir þar sem hún ljósmyndar og hjónin taka börnin sín líka með. „Þetta er það sem þetta snýst um,“ segir Bæring.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK