Atvinnuleysi meðal ungs fólks langminnst á Íslandi

Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri í október 2016.
Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri í október 2016.

Ísland er með langminnsta skráða atvinnuleysið í Evrópu um þessar mundir að því er fram kemur í tölum um árstíðarleiðrétt atvinnuleysi sem Hagstofa Evrópu, Eurostat, gaf út í fyrradag, en það mældist 2,9% í október síðastliðnum.

Tölur Eurostat sýna jafnframt meðaltal atvinnuleysis innan 19 landa evrusvæðisins og innan allra 28 aðildarríkja Evrópusambandsins. Alls voru 20,4 milljónir manna atvinnulausar í Evrópusambandinu öllu í október síðastliðnum eða 8,3% af vinnuafli álfunnar. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í Evrópu síðan í febrúar 2009.

Atvinnuleysið innan evrusvæðisins var meira og nam 9,8%, en það hefur þó ekki mælst lægra síðan í júlí 2009. Alls voru rúmlega 15 milljónir manna atvinnulausar á evrusvæðinu í október 2016, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Ungt fólk á Íslandi stendur vel

Á Íslandi voru 5,9% fólks undir 25 ára aldri atvinnulaus í október síðastliðnum. Í Evrópusambandinu voru á sama tíma 18,4% ungs fólks atvinnulaus. Þegar litið er til evrusvæðisins þá er atvinnuleysið enn meira meðal ungs fólks eða 20,4% yfir sama tímabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK