Borga 950 krónur í sund eftir áramót

Hækkunin milli ára fyrir fullorðna nemur 5,6% en 7,1% fyrir …
Hækkunin milli ára fyrir fullorðna nemur 5,6% en 7,1% fyrir börn. mbl.is/RAX

Fullorðnir munu greiða 950 krónur fyrir staka ferð í sund í Reykjavík eftir áramót. Þetta er hækkun um 5,6% milli ára en nú kostar stök ferð í sund fyrir fullorðinn 900 krónur. Þá hækkar einnig stakt gjald fyrir börn úr 140 krónum í 150 krónur og er það hækkun um 7,1%.

Tíu miða kort barna hækkar um 2,1%, úr 950 krónum í 970 krónur og 10 miða kort fullorðna um 2,3%. Í dag kostar það 4.300 krónur en mun kosta 4.400 krónur eftir áramót.

Svona hefur verð á stakri sundferð fyrir fullorðna þróast síðustu …
Svona hefur verð á stakri sundferð fyrir fullorðna þróast síðustu árin. mbl

Þetta kemur fram í gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Þar kemur fram að í forsendum að rammaúthlutun sviða hafi verið gert ráð fyrir að gjaldskrár sem borgin hefur ákvörðunarvald yfir hækki þannig að gjaldskrártekjur á hverju sviði hækki að meðaltali um 2,4%.

Árskort barna í sund stendur í stað og mun áfram kosta 10.000 krónur eftir áramót. Hinsvegar hækka árskort fullorðna um þúsund krónur, úr 31.000 í 32.000 krónur og er það 3,2% hækkun milli ára.

Hærri dagsektir hjá bókasöfnunum

Gjaldskrá Fjölskyldu- og húsdýragarðsins mun einnig hækka eftir áramót. Börn á aldrinum 5-12 ára munu greiða 650 krónur inn í garðinn í stað 630 króna. Þaðer hækkun um 3,2%. Sömu sögu má segja um fullorðna en þeirra hækkun nemur 2,4%, úr 840 krónum í 860 krónur.

Þá munu skemmtimiðar, miðar í gjaldskyld tæki garðsins hækka úr 310 krónum í 320 krónur sem er hækkun upp á 3,2%.

Lánsskírteini Borgarbókasafnsins hækkar eftir áramót um 8,1%, úr 1850 krónum í 2000 krónur. Dagsektir á bækur og önnur gögn hækka um 20%, úr 50 í 60 krónur. 

Leikskólagjald stendur í stað

Þá verður hækkun á frístundaheimilum borgarinnar. Foreldrar barana sem dvelja fimm daga vikunnar á  frístundaheimili greiða nú 12.750 krónur á mánuði en sú upphæð hækkar um 2,4% um áramótin, upp í 13.060 krónur.

Námsgjald í leikskólum Reykjavíkur stendur í stað milli ára. Sama má segja um gjaldskrár vegna mataráskrifta og fæðisgjalda í leikskólum og grunnskólum  en þær hækkuðu síðast 1. október sem varið var til hækkunar á fjárheimildum vegna hráefniskaupa.

Gjaldskrá leikskólanna hækkar þó fyrir börn íslenskra ríkisborgara með lögheimili erlendis eða um 2,4% milli ára.

Námsgjald í leikskólum Reykjavíkur stendur í stað milli ára fyrir …
Námsgjald í leikskólum Reykjavíkur stendur í stað milli ára fyrir flestan en hækkun upp á 2,4% verður fyrir börn íslenskra ríkisborgara með lögheimili erlendis. mbl.is/Ómar

Dýrara að eiga hund

Hundahald í Reykjavík verður dýrara í öllum flokkum eftir áramót samkvæmt nýrri gjaldskrá. Hún þarf þó samþykki frá umhverfis- og skipulagssviði áður en breytingarnar fara í gegn.

Samkvæmt nýju gjaldskránni hækkar fyrsta leyfisveiting um 1.000 krónur og fer úr 19.800 í 20.800, það er hækkun um 5,1%. Leyfisveiting eftir útrunninn frest hækkar um 5%, úr 30.200 í 31.700 krónur. Árlegt eftirlitsgjald með leyfðum hundum hækkar um 5%, úr 18.900 krónum í 19.850 krónur. Þá hækkar gjald við afhendingu handsamaðs hunds um 5,2%, úr 28.700 krónum í 30.200 krónur.

Sorphirða hækkar sömuleiðis eftir áramót. Sorphirðugjald fyrir íbúðahúsnæði með 14 daga tæmingu og 120 lítra tunnu hækkar um 7,6%, úr 11.800 krónum á ári í 12.700 krónur á ári. 10,6% hækkun verður á sorphirðugjald fyrir pappír og pappa, 21 daga tæming á 240lítra tunnu. Í ár kostar tunnan 8.500 krónur á ári en 9.400 krónur á næsta ári. Sömu sögu má segja um plast en tunnan mun kosta 9.300 krónur á næsta ári miðað við 8.400 krónur á þessu ári. Það er hækkun um 10,7%.

Það verður að öllum líkindum dýrara að eiga hund á …
Það verður að öllum líkindum dýrara að eiga hund á næsta ári en það er núna. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK