Gæti stefnt í annað hrun

Blikur eru á lofti í ferðaþjónustunni.
Blikur eru á lofti í ferðaþjónustunni. mbl.is/Golli

Vaxandi áhyggjur eru innan ferðaþjónustunnar af styrkingu krónunnar og áhrifum þeirrar þróunar á greinina. Á einu ári hefur krónan styrkst um 17% og einstakir gjaldmiðlar, eins og sterlingspundið, lækkað um hátt í 30%.

Styrking krónunnar hefur farið beint út í verðlagið en með mikilli fjölgun ferðamanna til landsins hafa tekjur ferðaþjónustunnar stóraukist. Haldi krónan áfram að styrkjast óttast fyrirtækin að illa fari.

 Enn hægt að afstýra hruni

Þessar áhyggjur komu skýrt fram á fundi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar í vikunni. Meðal þeirra sem létu skoðun sína í ljós á fundinum var Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótels Rangár. Hann segir að ef ekkert verði að gert geti mögulega stefnt í annað hrun hér á landi.

Ekki sé þó of seint að afstýra því og gagnrýnir Friðrik vaxtastefnu Seðlabankans harðlega. Bankinn verði að lækka vextina og koma þannig í veg fyrir að illa fari. „Það þarf að stoppa gengishækkunina og festa gengið eins og það er í dag, og lýsa því yfir að það verði fast um ákveðinn tíma. Það gæti bjargað því sem bjargað verður,“ segir Friðrik m.a. í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK