Munu minnka framleiðsluna um 558.000 tunnur

Opec-ríkin segjast ætla að minnka framleiðsluna um 1,2 milljónir tunna …
Opec-ríkin segjast ætla að minnka framleiðsluna um 1,2 milljónir tunna á dag og hefst það fyrirkomulag í janúar. AFP

Ellefu olíuframleiðsluríki, sem eru ekki aðilar að Opec, samtökum olíuframleiðsluríkja, hafa samþykkt að feta í fótspor Opec-ríkjanna og minnka olíuframleiðslu sína til þess að ýta undir olíuverð.

BBC greinir frá þessu.

Ríkin greindu frá því í gær að þau myndu minnka framleiðsluna um 558.000 tunnur á dag.

Fyrri frétt mbl.is: Óvissa um áhrif olíusamkomulags

Opec greindi frá því í síðasta mánuði að aðildarríkin myndu minnka olíuframleiðslu og er þetta í fyrsta skiptið í fimmtán ár sem samkomulag næst milli ríkjanna um framleiðslu.

Opec-ríkin segjast ætla að minnka framleiðsluna um 1,2 milljónir tunna á dag og hefst það fyrirkomulag í janúar.

Meðal þeirra ríkja sem eru eru ekki í Opec eru Rússland, Azerbaijan, Oman, Mexíkó, Malasía, Súdan, Suður-Súdan og Bahrain.

Opec-ríkin munu funda næst 25. maí til þess að fara yfir hvernig framleiðslan gangi undir nýju fyrirkomulagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK