Fjögur skattaskjól innan ESB

AFP

Fjögur ríki í Evrópusambandinu eru á meðal fimmtán helstu skattaskjóla sem fyrirtæki nýta sér samkvæmt nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Oxfam sem beita sér gegn fátækt í heiminum. Skýrslan var birt í dag en ríkin eru Holland, Lúxemborg, Kýpur og Írland.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að ríkin stuðli að því að stórfyrirtæki geti komið sér undan skattgreiðslum í miklum mæli þrátt fyrir tilraunir Evrópusambandsins til þess að koma í veg fyrir slíkt. Bermúda er í efsta sæti listans. Holland er í þriðja sæti, Írland í sjötta sæti, Lúxemborg í sjöunda sæti og Kýpur í tíunda sæti.

1. Bermúda
2. Cayman-eyjar
3. Holland
4. Sviss
5. Singapúr
6. Írland
7. Lúxemburg
8. Curaçao
9. Hong Kong
10. Kýpur
11. Bahama-eyjar
12. Jersey
13. Barbados
14. Máritíus
15. Bresku jómfrúareyjar

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK