Fjögur skattaskjól innan ESB

AFP

Fjögur ríki í Evrópusambandinu eru á meðal fimmtán helstu skattaskjóla sem fyrirtæki nýta sér samkvæmt nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Oxfam sem beita sér gegn fátækt í heiminum. Skýrslan var birt í dag en ríkin eru Holland, Lúxemborg, Kýpur og Írland.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að ríkin stuðli að því að stórfyrirtæki geti komið sér undan skattgreiðslum í miklum mæli þrátt fyrir tilraunir Evrópusambandsins til þess að koma í veg fyrir slíkt. Bermúda er í efsta sæti listans. Holland er í þriðja sæti, Írland í sjötta sæti, Lúxemborg í sjöunda sæti og Kýpur í tíunda sæti.

1. Bermúda
2. Cayman-eyjar
3. Holland
4. Sviss
5. Singapúr
6. Írland
7. Lúxemburg
8. Curaçao
9. Hong Kong
10. Kýpur
11. Bahama-eyjar
12. Jersey
13. Barbados
14. Máritíus
15. Bresku jómfrúareyjar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK